Eldri jöklamælingar í FAS

Brókarjökull

Brókarjökull er falljökull sem liggur innst í Kálfafellsdal í Suðursveit. Hann dregur nafn sitt af lögunni en um tíma var hann eins og síðbrók í laginu. Hann er mjór og fellur úr 1100 metra hæð niður í botn Káflafellsdals. Jökullinn gekk nokkuð fram eftir 1960 en hefur látið verulega á sjá undanfarin ár og ber varla nafn með rentu lengur. Brókarjökull var mældur tvisvar sinnum.

Skálafellsjökull

Skálfellsjökull er stór skriðjökull sem liggur sunnan við Heinabergsjökul. Þegar jöklar voru sem stærstir eftir LItlu ísöld lágu jöklarnir saman fyrir framan Hafrafell.
Nemendur FAS aðstoðuðu tvisvar við mælingar á jöklinum fyrir árið 2000.