Við erum að vinna að uppsetningu á nýrri vefsíðu okkar eftir að fyrri síðan varð fyrir árás frá óþekktum aðilum. Við biðjumst afsökunar á óþægindum sem þetta hefur valdið ykkur. Við þökkum ykkur fyrir skilning.

Náttúrufarsrannsóknir í FAS

Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu er lögð áhersla á náin tengsl skólans við nærumhverfi sitt, bæði félagslega og náttúrufarslega. Stundaðar hafa verið mælingar og rannsóknir á jökulsporðum, framvindu gróðurs í á Skeiðaraársandi, viðgangi álftastofnsins í Lóni og fuglar hafa verið taldi í Óslandi. Með þessum verkefnum er verið að setja þekkingu nemenda í samhengi við það sem blasir við þeim og þjálfa þá í að beita í sínu umhverfi þeirri þekkingu og leikni sem þeir hafa tileinkað sér. Nemendur þjálfast einnig í vísindalegum vinnubrögum í verkefnum sem hafa gildi bæði fyrir almenning og vísindin. Um leið verða til gögn sem eru áhugaverð fyrir íbúa svæðisins og vísindamenn almennt.

Hér birtast rannsóknargögn, myndir, skýrslur og annað efni sem hefur orðið til í náttúrufarsrannsóknum skólans í gegnum árin. Þessi gögn eru uppfærð reglulega og er það er von okkar sem störfum við skólann að þau geti orðið bæði til gagns og gamans.
Þess má að lokum geta að sum staðar eru gloppur í heimildum. Fyrir einhver ár vantar skýrslur eða myndir. Reynt verður að nálgast þær heimildir. Ef einhver skyldi eiga myndir eða efni sem á erindi á síðuna má hafa samband á slóðinni hér til hliðar.