Frá árinu 1990 hefur skólinn mælt breytingar á jökulsporðum skriðjökla Vatnajökuls. Mælingarnar eru hluti af mælineti Jöklarannsóknarfélags Íslands og þær fóru upphaflega af stað vegna óska Jöklarannsóknarfélagins um að skólinn tæki þátt í árlegum mælingum á jökulsporðum á sýslunni. Mældir hafa verið sporðar fjögurra skriðjökla en þeir eru: Brókarjökull, Skálafellsjökull, Heinabergsjökull og Fláajökull. Brókarjökull og Skálafellsjökull voru einungis mældur í tvo skipti hvor sporður. Fláajökull var mældur árlega til ársins 2000 en frá þeim tíma hefur skólinn einungis mælt Heinabergsjökul.
Mælingarnar á Fláajökli og Heinbergsjökli hafa verið tengdar við nám í jarðfræði og farið hefur verið á haustin með hóp nemenda að öðrum hvorum jöklinum til að mæla framskrið eða hop hans.