Fláajökull

Fláajökull á Mýrum er austastur þeirra jökla sem nemendur FAS hafa mælt. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á jöklinum undanfarin ár. Fyrstu árin var hægt að ganga að jökulsporðinum og mæla fjarlægðina í mælipunktana sem miðað er við. Síðasta árið sem jökullinn var mældur var lón tekið að myndast fyrir framan jökulsporðinn og viðmiðunarpunktarnir á jökulruðningunum um það bil að fara í kaf.
Eftir því sem Fláajökull hopaði færði útfallið sig til austurs og í stað þess að renna í Hólmsá fór vatnsmagn að aukast í Hleypilæk og ógnaði um leið ræktarlöndum austast í sveitinni. Að ósk heimamanna byggði Vegagerðin varnargarð 2002 sem leiddi jökulvatnið aftur í Hólmsá.

Ártal Frumgögn
2021
Skýrsla
2019
2018
Skýrsla
2017
2016 - haust
2016 - vor

Fláajökull – eldri mælingar