Álftatalningar í Lóni

Lónsfjörður í Lóni er fyrsti viðkomustaður margra álfta þegar þær flykkjast til landsins í mars og apríl. Þar safna þær kröftum eftir langferðina og afla fæðu áður en haldið er á varpstöðvarnar. Nemendur í vistfræði í FAS fóru í fyrsta skiptið vorið 2010 til að fylgjast með álftunum og telja hversu margar þær eru á lóninu.
Á vorönn 2011 var aftur farið og nú var bætt við þáttum til að athuga. Þannig eru nú framkvæmdar ýmsar mælingar í lóninu sjálfu s.s. seltumagn, hitastig og sýrustig. Þá er búið að setja niður ákveðna staði með GPS hnitum og eru álftirnar taldar þaðan. Einnig eru tekin sýni úr vatninu og eftir ferðina eru þær lífverur sem finnast greindar. Þá er umhverfi lónsins skoðað, leitað að dauðum fuglum og öðru því sem gæti haft áhrif á lífríkið.
Það að framkvæma sömu mælingar á sömu stöðum ár eftir ár auðveldar allan samanburð. Eftir ferðina þurfa nemendur að vinna samantekt um lífshætti álftarinnar og skýrslu um ferðina.

Skýrslur

Ártal Lón
2022
2021
2020
Vegna COVID-19 var ekki farið í álftatalningar vorið 2020 og því liggja ekki fyrir neinar upplýsingar fyrir það ár.
2019
2018
2017
2016
2015
2014
Vegna upptöku á nýrri námskrá var áfangi í vistfræði ekki í boði þetta skólaárið og reglulegar fuglatalningar ekki framkvæmdar.
2013
2012
2011
2010