Eldri jöklamælingar í FAS

  • Print

Brókarjökull

Brókarjökull er falljökull sem liggur innst í Kálfafellsdal í Suðursveit. Hann dregur nafn sitt af lögunni en um tíma var hann eins og síðbrók í laginu. Hann er mjór og fellur úr 1100 metra hæð niður í botn Káflafellsdals. Jökullinn gekk nokkuð fram eftir 1960 en hefur látið verulega á sjá undanfarin ár og ber varla nafn með rentu lengur. Brókarjökull var mældur tvisvar sinnum. 

 Skýrslur:

10. áratugurinn 

  

Fláajökull

Fláajökull á Mýrum er austastur þeirra jökla sem nemendur FAS hafa mælt. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á jöklinum undanfarin ár. Fyrstu árin var hægt að ganga að jökulsporðinum og mæla fjarlægðina í mælipunktana sem miðað er við. Síðasta árið sem jökullinn var mældur var lón tekið að myndast fyrir framan jökulsporðinn og viðmiðunarpunktarnir á jökulruðningunum um það bil að fara í kaf.
Eftir því sem Fláajökull hopaði færði útfallið sig til austurs og í stað þess að renna í Hólmsá fór vatnsmagn að aukast í Hleypilæk og ógnaði um leið ræktarlöndum austast í sveitinni. Að ósk heimamanna byggði Vegagerðin varnargarð 2002 sem leiddi jökulvatnið aftur í Hólmsá.

Skýrslur:

2000 1999 1998 1997 1994
1993 1992  1991  1990 

  

 

Skálafellsjökull

Skálfellsjökull er stór skriðjökull sem liggur sunnan við Heinabergsjökul. Þegar jöklar voru sem stærstir eftir LItlu ísöld lágu jöklarnir saman fyrir framan Hafrafell.
Nemendur FAS aðstoðuðu tvisvar við mælingar á jöklinum fyrir árið 2000.